Íshokkí- og listskautaskóli fyrir 6-15 ára

Skautaskóli Bjarnarins hefur verið starfandi í ágúst mánuði ár hvert frá árinu 2000.  Námskeiðin fara fram í Egilshöll og eru fyrir 6-15 ára. Við skráningu á námskeiðin er nemendum skipt upp í byrjendahópa og lengra komna.

Ágúst námskeið 1 fyrir list og hokkí byrjendur: 4-8. ágúst (5 dagar)
Listskautar: kl. 08:30-12:00 mánudaga til laugardaga
Íshokkí: kl. 12:15-16:30 mánudaga til laugardaga

Ágúst námskeið 2 fyrir list og hokkí byrjendur: 10-14. ágúst (5 dagar)
Íshokkí: kl. 08:30-12:30 mánudaga til föstudaga
Listskautar: kl. 12:30-16:00 mánudaga til föstudaga

Hver hópur fær ísæfingu á hverjum degi, þá eru einnig leikir, þrekæfingar og myndbandakennsla. Á laugardegi lýkur námskeiðinu með listskautasýningu og íshokkímóti. Þjálfarar eru frá Íslandi og Brettlandi. Byrjendur í íshokkí þurfa ekki að hafa fullan búnað, en nauðsynlegt er að hafa skauta og kylfu.  Hægt að fá lánaða skauta.

Nánari upplýsingar hér fyrir List og hér fyrir Íshokkí.  

Upplýsingar veitir gjaldkeri listskautadeildar
netfang: gjaldkerilist
@bjorninn.com

Skráning í Skautaskóla er hér.  Við skráningu á námskeiðin er nemendum skipt upp í byrjendahópa og lengra komna. Athugið að það eru aðeins teknir inn 20 krakkar fyrir hverja viku í hverjum hóp þannig að því fyrr sem þið skráið ykkur því meiri líkur eru að komast inn. Eftir að hver hópur fyllist er lokað fyrir skráningu.

Verð

Verð kr. 11.900 pr. viku /  kr. 19.900 fyrir tvær vikur.