Aðalfundur Íshokkídeildar Bjarnarins

Aðalfundur Íshokkídeildar Bjarnarins verður haldinn 21. apríl nk. kl 20:00 í Íssal:

Samkvæmt 11. grein í nýju lögunum skal boða til hans með minnst viku fyrirvara á vef félagsins:

Til aðalfundar skal boðað með viku fyrirvara á heimasíðu félagsins og er hann lögmætur sé löglega til hans boðað.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir.

1.    Kosinn fundarstjóri og fundarritari

2.    Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári.

3.    Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um fjárhag deildarinnar og leggur fram endurskoðaða reikninga.

4.    Kosin deildarstjórn og 2 varamenn

a.    Kosinn formaður

b.    Kosinn varaformaður

c.    Kosinn ritari

d.    Kosinn gjaldkeri

e.    Kosinn meðstjórnandi

f.      Kosnir 2 varamenn

5.    Önnur mál er fram kunna að koma

Kveðja
Stjórn Íshokkídeildar