Aðalfundur Skautafélagsins Bjarnarins 2017

AÐALFUNDUR VERÐUR 2. MAÍ 2017

Hér með er boðað formlega til aðalfundar Skautafélagsins Bjarnarins þriðjudaginn 2. maí 2017 kl 18.30 í Íssal Egilshallarinnar.

Dagskrá fundarins:
 1. Setning fundar
 2. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
 3. Aðalstjórn gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári
 4. Aðalstjórn gefur skýrslu um fjárhag félagsins í heild og leggur fram skoðaða reikninga aðalstjórnar og félagsins í heild, svo og sjóða í vörslu félagsins.
 5. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs.
 6. Tillögur að lagabreytingum
 7. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar
 8. Kosin aðalstjórn félagsins:
  1. Kosinn formaður
  2. Kosinn varaformaður
  3. Kosinn gjaldkeri
  4. Kosinn ritari
  5. Kosnir 3 meðstjórnendur
  6. Kosinn skoðunarmaður reikninga ásamt eins til vara
 9. Ákvörðun um félagsgjöld
 10. Önnur mál
 11. Fundarslit