Myndsýning

 • jólasýning

 • agnes2

 • sýning3

 • skautaskoli

Villa
 • Villa varð í hleðslu gagnamiðlara.

Bangsamót / Unglingamót

Hvað er bangsamót / Unglingamót?

Bangsamót / Unglingamót var fyrst haldið árið 2005 og tóku 11 skautarar þátt.

Bangsamót / Unglingamót er óformleg keppni fyrir byrjendur í  hóp 2 og 3 og er ætlað veita þeim tækifæri á að koma fram þar sem þeir hafa allt svellið út af fyrir sig. Þeir sýna skemmtilegan dans sem inniheldur flestar þær skautaæfingar sem þeir hafa lært yfir önnina.

Keppnin auðveldar einnig þjálfurum að meta framför hjá nemendum.

 

Dansinn og skautarar

Hver dans er 1 mín og 30 sek. og hver skautari  hefur sitt eigið prógramm, æfingar og tónlist.

Hver skautari verður kallaður inn á ísinn og hlýtur fagnaðarlæti í lok dansins.

Skautarar fá 2 mínútur í upphitun en hún fer fram við upphaf keppni í hverjum keppnisflokki

 

Skipting mótsins

Bangsamót er skipt eftir aldri. Þegar talað er um aldur er alltaf miðað við aldur í upphafi keppnistímabils. Keppnistímabilið er frá 1.júlí - 30.júní. Ef keppandi var 11 ára 2. júlí er hann í keppnisflokki 10 ára og yngri út tímabilið. Dregið verður um röð innan hvers keppnisflokks.


 

Verðlaun

Verðlaunaafhenting fer fram að lokinni keppni. Hver skautari fær:

1. Verðlaunapening (tilkynnt verður um fyrstu þrjú sætin og allir hinir þátttakendurnir hljóta 4.sæti)

2. Bangsa

3. Þátttökuskjal

 

Almennt um Bangsamót / Unglingamót

 

Hlutverk skautara

Að fara að fyrirmælum þjálfara og vera mættur tímanlega í réttum útbúnaði.

Allir skautarar eiga að mæta í búningsklefa 4 og 5. Skautarar hita upp með því að hlaupa og teygja (gangur á bak við stúkuna)

 

Hlutverk þjálfara

Að fara yfir útbúnað og tónlist. Þjálfari leiðbeinir keppendum með upphitun og styður skautara á meðan keppni stendur yfir.

 

Hlutverk foreldra

Að styðja barnið sitt í því sem það er að gera. Að hafa barnið tilbúið þ.e. í tilskyldum klæðnaði, réttum útbúnaði, með uppsett hár og andlitsfarða við hæfi, ekki er mælt með andlitsfarða hjá yngri börnum. Á meðan á undirbúningi keppni stendur s.s. upphitun af ís og á ís er ekki ætlast til þess að foreldrar séu með keppendum. Einnig er mælst til þess að foreldrar fylgist með keppni úr stúku skautahallarinnar.


 

Undirbúningur og útbúnaður fyrir mót

Útbúnaður

Stúlkur: keppniskjólll, skautasokkabuxur (eða sokkabuxur án sauma)

Drengir: snyrtilegur herraklæðnaður þ.e. buxur, skyrta og jafnvel slaufa

Upphitun af ís: strigaskór

Upphitun á ís: æskilegt er að vera í flíspeysu með vettlinga (munið eftir Bjarnarpeysunni)

 

Andlitsfarði

Þjálfarar mæla ekki með því að notaður sé andlitsfarði á ung börn. Það eru börn og unglingar sem stíga inn á ísinn og viljum við að þau líti út sem slík. 
 

Hár

Hár skal vera snyrtilegt og tekið frá andliti. Spennur og annað sem notað er til að festa hárið skal vera tryggilega fest. Glimmersprey er leyft.
Annað
 

Blóm og gjafir

Foreldrafélagið stendur fyrir sölu á blómum og böngsum. Leyfilegt er að kasta blómum og litlum gjöfum inn á ísinn til keppenda að lokinni keppni. Ef foreldrar eru á ekki á keppni er gott að fá einhvern sem verður viðstaddur til þess að sjá um þessi mál - mikilvægt er að það verði enginn út undan hvað þetta varðar.

Blómum og öðru skal vera vel pakkað inn svo að ekkert geti losnað og valdið slysahættu fyrir næstu keppendur. Keppendur sækja sínar gjafir sjálfir, nema að annað sé tekið fram.

 

Myndataka

Ekki er leyfilegt að taka myndir með flassi á meðan á keppni stendur. Flass getur blindað keppendur.


 

Stuðningur og lærdómsrík upplifun
Allir keppendur eru hvattir til að vera viðstaddir aðra keppnisflokka allt mótið. Með því, kynnast þeir íþróttinni í heild, fá tækifæri á að horfa á skemmtileg prógröm, læra að meta tæknilegan- og listrænan þátt í mismunandi prógrömum og jafnvel að eignast sínar eigin fyrirmyndir.

ISU Fréttir

Danska sambandið

 • TD støtte til speed skaterne mod OL
  Elena Rigas Møller og Victor Hald Thorups resultater sidste sæson har nu resulteret i, at Team Danmark netop har bevilget 250.000 kr. i særlig olympisk projektstøtte til optimering af forberedelserne til OL i 2018. Den økonomiske støtte til speed skaterne er øremærket konkrete indsatser: deltidsansættelse af landstræneren, så han kan deltage i konkurrencer og træningssamlinger […]
 • Studentermedhjælper til kontoret
  Dansk Skøjte Union søger en studentermedhjælper til kontoret 10-15 timer om ugen. Læs mere
 • Stadig håb for at få isdanserne med til vinter OL
  Vi har stadig et spinkelt håb for, at isdanserne Laurence Fournier Beaudry og Nikolaj Sørensen kommer med til Vinter OL i 2018. Parret kvalificerede sig med en 13. plads ved VM i april, men da Laurence er canadisk og ikke dansk statsborger, opfylder de ikke reglerne omkring nationalitet under OL, hvor begge skal være statsborgere […]