Skautastund

ÆFINGAR FYRIR SKAUTASTUND VETUR 2015-2016

Skautafélagið Björninn býður börnum að koma og prófa íshokkí í Egilshöllini. Leiðsögn og leikir í umsjón þjálfara Bjarnarins, það verður bara gaman.

Skautafélag Bjarnarins
býður 5-12 ára börnum til að læra að skauta og skemmta sér í frábærri aðstöðu félagsins i Egilshöllinni.  ÆFINGAR ERU Á ÞRIÐJUDÖGUM KL 1820, FIMMTUDÖGUM KL 1825 OG SUNNUDÖGUM KL 1035. HVER ÆFING ER 50-55 MÍN. BEST ER AÐ MÆTA AÐMINSTAKOSTI 15 MIN. FYRIR ÆFINGU TIL AÐ FARA Í SKAUTANNA OG ANNAN BÚNAÐ.. Best er að mæta 15 min. fyrir þann tíma til að fara í skautanna og gera sig tilbúin.

Munið að mæta 15 mínútum fyrr og í hlýjum fötum. Það er frekar kalt á svellinu í upphafi og góðir skíðavettlingar koma að góðum notum. Þegar á líður hitnar síðan bæði börnunum og fullorðnum.
Ef þið eigið skauta þá er um að gera að mæta með þá. Annar íshokkíbúnað er hægt að fá lánað frá Birninum á fystu skrefunum. 

Það sem börn læra á Skautastund:

- Aukið jafnvægi, skautaíþróttin er góð leið til að þjálfa jafnvægisskyn og samhæfingu líkamans.

- "Að uppgvöta líkamann!"

- Grunnstöður og að miðja þyngdarpunktinn.

- Hliðarspor.

- Hliðarskautun.

- Upphafsstöðu, að skauta fram og til baka.

- Renna á öðrum fæti og ýta með hinum.

- Skauta áfram.

- Að skauta aftur á bak

- Að stoppa!


Einfaldar reglur

- Mæta með BROS á vör

 

áhugasamir sendið á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.