Ársskýrsla og fundargerð fyrir 2011

Hér má nálgast Ársskýrslu 2011 sem lögð var fram á aðalfundi 24. apríl 2012

Lottó númer Bjarnarins

Félagsnúmer 141 - Skautafélagið Björninn

Vorhátíð Bjarnarins - síðasti séns

racing-reindeer-crazy-hatÁ morgun laugardaginn, 21. maí, er vorhátíð Bjarnarins þar sem við komum saman til að fagna áföngum vetrarins og því góða starfi sem við sem Bjarnarfólk höfum unnið í vetur bæði sem iðkendur og foreldrar. Með þessu lýkur 20 ára afmælisári Bjarnarins og ætlar aðalstjórn að bjóða upp á fordrykk af því tilefni. Allir félagar 18 ára og eldri eru velkomnir á fagnaðinn.

Á borðum verður kjúklingur, lambakjöt og svínakjöt ásamt sósu kartöflum og grænmeti.

Yfirlýsing frá stjórnum Bjarnarins

Bjorninn-20-ara-vefAð gefnu tilefni langar okkur í stjórnum félagsins að taka fram að rekstur félagsins er í föstum skorðum. Samstarf stjórna er mjög gott og hefur það styrkst enn frekar með samráðsfundum stjórna félagsins. Það er hagur okkar allra að vinna saman að eflingu félagsins í samvinnu við foreldra og iðkendur.

Sumarskautaskólinn verður eins og upphaflega var lagt upp með og júní-sumarbúðir með erlendum skautaþjálfurum hjá Listskautadeildinni. Stjórn listskautadeildar var ekki búin að ráðgera að vera með erlenda dansþjálfara og engir samningar hafa verið gerðir þar um. Ljóst er því að það verður ekki, enda ekki grundvöllur til þess.

Einhverjar breytingar verða væntanlega á þjálfaramálum hjá listskautadeild og er stjórn deildarinnar að vinna í þeim málum með fullum stuðningi aðalstjórnar.

F.h. stjórna Bjarnarins

Ingibjörg Steindórsdóttir
formaður Bjarnarins

Sigurður Sigurðsson
formaður Íshokkídeildar

Björgvin I. Ormarsson
formaður Listskautadeildar