Lokahóf og vorhátíð Bjarnarins 2011

Lokahóf og vorhátíð Bjarnarins, 18 ára og eldri.

Eins og konungbornu fólki (sem við Bjarnarmenn og konur erum klárlega) sæmir þá verður hattaþema á þessari Vorhátíð/Afmælisveislu. Eins og allir vita er félagið okkar 20 ára og verður haldið upp á það.

Miðaverði verður haldið í hófi en það verður á bilinu 3000-3800 krónur. Eins og áður er matur, skemmtiatriði og verðlaunaafhendingar.

Endilega bjóðið ykkar Bjarnarvinum á Facebook og látið alla vita.

Skráning: steinunnerla(hjá)gmail.com

Meira síðar...

Skýrsla stjórnar og ársreikningar

Aðalfundur Skautafélagsins Björninn er í kvöld kl 20.00 og þá verður meðfylgjandi ársskýrsla og ársreikningur lögð fram. Hægt er að kynna sér gögnin fyrir fundinn til undirbúnings.

Aðalfundur verður 13. apríl n.k

Hér með er á ný boðað formlega til aðalfundar Skautafélagsins Björninn miðvikudaginn 13. apríl kl 20.00 í Íssal Egilshallarinnar.

Framboðum til aðalstjórnar skal skila til aðalstjórnar viku fyrir aðalfund þ.e 6. apríl, á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Ef ekki berast framboð fyrir þann tíma er leyfilegt að bjóða sig fram á aðalfundi. Nú þegar liggur fyrir framboð til formanns frá Ingibjörgu Steindórsdóttur
Tillögum til lagabreytinga þurfa að berast aðalstjórn 10 dögum fyrir aðalfund þ.e 3 apríl á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  svo hægt sé að kynna þær á heimasíðu félagsins a.m.k 7 dögum fyrir aðalfund. En það hafa nú þegar borist tillögur sem finna má við boðun fyrri fundar.

Aðalfundi frestað

Aðalfundi Skautafélagsins Björninn, sem halda átti á morgun miðvikudag er frestað af óviðráðanlegum orsökum.  Nýr fundur verður boðaður í vikunni.