Alþjóðlegi Ólympíudagurinn

Á morgun, miðvikudaginn 23.júní verður Alþjóðlegi Ólympíudagurinn haldin hátíðlegur. Deildir Fjölnis munu bjóða upp á íþróttastöðvar sem verða settar upp í Egilshöll millikl.13.00-15.00. Stöðvarnar eru byggðar upp sem þrautir úr flestum deildum félagsins og verður hægt að spreita sig í hinum ýmsu íþróttum. Ólympíufarar verða á staðnum og veitar verða viðurkenningar fyrir þátttöku. Þetta er frábært tækifæri til þess að hreyfa sig og kynnast öllum þeim íþróttagreinum sem fjölnir hefur upp á að bjóða. Ólympíudagurinn er ætlaður öllum óháð aldri og íþróttalegri getu.

 

Hlökkum til þess að sjá sem flesta

Ólympísku gildin eru:

Að leggja sig fram um að gera sitt besta -  Sýna vináttu og virðingu.

Munið aðalfundinn á þiðjudagskvöld

Aðalfundur Skautafélagsins Bjarnarins verður á þriðjudagskvöldið og hefst kl 19.30. Skýrsla stjórnar og reikningar verða aðgengileg á vefnum á morgun, mánudag.

Aðalfundi frestað um viku

Vegna áskoranna er aðalfundi Skautafélagsins Bjarnarins frestað um viku. Fundurinn verður því þriðjudaginn 20. apríl og hefst kl 19.30. Félagsmenn eru hvattir til að bjóða sig fram til stjórnastarfa og kynna sér reglur um lagabreytingar.

Framboðum til aðalstjórnar skal skila til aðalstjórnar viku fyrir aðalfund ef ekki berast framboð fyrir þann tíma er leyfilegt að bjóða sig fram á aðalfundi.

Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn a.m.k 10 dögum fyrir aðalfund og  tilkynntar með fundarboði og/eða á heimasíðu félagsins eigi skemur en 7 dögum fyrir aðalfund.

Aðalstjórn hvetur félagsmenn til að bjóða fram krafta sína í stjórnir félagsins. Það er farsælast að endurnýja stjórnir með reglulegu millibili til að forðast stöðnun og fjölga sjónarmiðum.

Aðalfundur verður 13. apríl

Aðalfundur Skautafélagsins Bjarnarins verður haldinn þriðjudaginn 13. apríl n.k og hefst kl 19.30 í Íssalnum, Egilshöll. Á fundinum fara fram hefðbundinn aðalfundarstörf s.s. stjórnakjör, framlagning ársreikninga og ársskýrslu. Það verður einnig a.m.k ein lagabreytingartillaga er fjallar um stofnun knattspyrnudeildar.

Von er á töluverðri endurnýjun í stjórnum,  bæði aðalstjórn sem og deidarstjórnum. Formenn beggja deilda munu hvorugir gefa kost á sér til áframhaldandi starfa og ritari aðalstjórnar mun ekki gefa kost  á sér. Hallgrímur Gröndal gefur kost á sér sem ritari aðalstjórnar en önnur framboð hafa ekki borist enn sem komið er.