Breytingar á tímum listhlaupadeildar

Vegna úrslitakeppni í íshokkí á morgun sunnudag, breytast nokkrir tímar hjá listhlaupdeild. Sjá nánar á fréttasíðu listhlaupadeildar .

Björninn í fótbolta

Aðalstjórn Bjarnarins ákvað samhljóða að sækja um leikheimild til KSÍ, í samstarfi við Fjölni, til að spila fótbolta í þriðju deildinni í sumar. Umsóknin var gerð með fyrirvara um samþykki aðalfundar sem haldinn verður í lok mars eða byrjun apríl.

Ástæður þess að stjórn félagsins, sem er sannarlega fyrst og síðast skautafélag, tók þess ákvörðun er að hjálpa til við að skapa aukin tækifæri fyrir unga fótboltaiðkendur í okkar heimabyggð.  Í dag er fjöldi iðkenda í 2 fl og mfl Fjölnis slíkur að það er aðeins hluti hópsins að fá tækifæri til að spila. Það er von aðalstjórnar að félagar í Birninum taki þessu vel og sjái með þessu aukin tækifæri til að vekja athygli á félaginu og okkar aðalstarfi, skautaíþróttum.

Sætur sigur í Tyrklandi

web_1{jcomments off}Landslið Íslands undir 20 ára var að sigra Nýja Sjáland 4-0 á heimsmeistaramótinu í Tyrklandi. Þetta þýðir að liðið spilar um gullið á morgun við Ástralíu og er komið upp um eina deild. Til hamingju með það.

Skráning og frágangur greiðslu fyrir hokkí og listhlaup

Ákveðið hefur verið að hafa skráningar- og greiðsludag fyrir veturinn 2009-2010 laugardaginn 29. ágúst og sunnudaginn 30. ágúst frá kl. 10-14 báða dagana í íssalnum í Egilshöll. Mikilvægt er að ganga frá greiðslu þennan dag og verða nokkir greiðslumöguleikar í boði.

Athugið að ganga verður frá greiðslu eldri skulda ef einhverjar eru, auk nýrra æfingagjalda þessa daga. Hafi frágangur greiðslu ekki farið fram fyrir mánaðarmótin ágúst-september mun Björninn ekki leyfa þátttöku iðkenda á æfingum.  

Bjóðum alla velkomna, kaffi á könnunni.

Stjórnir