Undirritun samnings við Landsbankann

Í dag var hátíð í Egilshöll þegar Landsbankinn og Björninn undirrituðu þriggja ára samstarfssamning. Það þótti ekki annað við hæfi en að hnýta á sig skauta og ganga frá samningum á svellinu sjálfu. 

Ný heimasíða Bjarnarins opnuð

Ágætu Bjarnarfélagar

Í  dag, 14. febrúar  kynnir félagið glænýja heimasíðu og á þriðjudag undirritar félagið  3ja ára samstarfssamning við Landsbanka Íslands.
Samstarf Bjarnarins og Landsbankans hefur verið farsælt um árabil og það er ánægulegt að báðir aðilar sjái sér hag í að halda því áfram.

Stjórn félagsins þótti tímabært að endurnýja heimasíðu félagsins og fékk til liðs við sig einn af stofnendum félagsins sem er í dag einna helst þekktur sem einn fremsti íshokkídómari landsins. Hann reynist einnig vera liðtækur vefari eins hér má sjá.  

Samningur við Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Björn Ingi Hrafnsson formaður íþrótta- og tómstundaráðs, skrifuðu í dag undir þjónustu- og rekstrarsaminga við 25 íþróttafélög og æskulýðssamtök í Reykjavík.
Á samningstímanum nemur stuðningur Reykjavíkurborgar vegna þessara samninga til  félaganna alls 4,8 milljörðum króna.

Samningarnir eru til þriggja ára og í þeim er kveðið á um stuðning Reykjavíkurborgar vegna þjónustu félaganna við borgarbúa, húsaleigu- og æfingastyrkja, styrkja vegna íþróttafulltrúa og starfsmanna, styrki vegna fasteignaskatta, byggingastyrkja og sumarnámskeiða.

borg.jpg