Myndsýning

 • mflkk

 • deildarmeistarar2014

 • Mattias_Brynjar_Bergmann_440x220
  24. nóvember, 2009 SR-Björninn 1-6

 • mflkk2

Tilkynningar

  Fréttir Hokkí

  Hokkí Hokkí og meira Hokkí

  Hokkí Hokkí og meira Hokkí

  MFL KK ætlar að ferðast í Laugardal  í dag (30.09.16) og keppa við Skautafélag Reykjavíkur, bæði lið hafa unnið einn og tapað einum. Það má búast við æsi spennandi leik í Laugardal sem hefst kl 19:45

  Á Laugardag mun MFL Kvenna spila sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Ásynjum sem hefst eftir leik 3 Flokks sem spila gegn SA.

  MFL KVK hefur tekið smá breytingum á þessu ári og hafa reynslu miklar konur hætt og viljum við þakka þeim fyrir síðustu ár, Elva Hjálmarsdóttir, Lilja María Sigfúsdóttir og Sigríður Finnbogadóttir einnig flutti Ingibjörg Hjartardóttir fyrrum þjálfari MFL út til Bandaríkjana. 

  Við höfum einnig fengið stelpur inn í MFL KVK, Harpa María Benediktsdóttir og Vigdís Hrannarsdóttir frá SA og Guðrún Sigurðardóttir frá SR sem styrkja okkur. 

  Þetta tímabil í MFL KVK verður öðruvísi en síðustu ár, þar sem leikmenn geta ekki flakkað á milli liða og eru stelpurnar núna skráðar í eitt lið en ekki tvö eins og var í fyrra. Þetta er stórt skref og mun líklegast skapa skemmtilegri deild þar sem verður samkeppni. 

  3 Flokkur byrjar kl 16:30 og MFL KVK byrjar um 18:30 eða strax að loknum leik 3 flokks.  

  Eins og greininn byrjar þá er Hokkí, Hokkí og meira Hokkí þessa helgi og hvetjum við alla til að drífa sig á leik :) 

  Áfram Björninn

  Foreldrafundir

  Það verður foreldrafundir á morgun fimmtudaginn 29 sept á meðan ísæfingar 4&5 fl (kl:17:35-18:25) og annar hjá 6&7 fl (kl:18:25-19:15).
  KL: 18:25 ætlar MFL KK Bjarnarins að kynna aðeins starfið sitt og mögulega mun Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) koma og kynna vetrarstarf og landsliðsmál vetrarins.
  Annars munum við fjalla um:
  Foreldrarfélag
  Mótamál og leikjahelgar
  -Akureyrar ferðir
  Nýliðun
  -Búningar
  Þjálfaráætlun vetrarins

  Bjö-SA MFL KK

  Meistaflokkur KK Bjarnarins spilaði í gær við Skautafélag Akureyrar og vann sannfærandi 7-0 sigur. Björninn spilaði mjög hratt íshokkí og gaf SAmönnum aldrei neinn tíma til að búa til spil. Maksymilian markmaður Bjarnarins átti góðan dag og hélt hreinu. Falur, Brynjar og Elvar Snær mynduðu stórhættulega sóknarlínu sem ölli miklum skaða í varnarsvæði andstæðingana.Úlfar sýndi en og aftur að hann er einn duglegasti leikmaður landsins og maður uppsker það sem maður sáir með tvö mörk og tvær stoðsendingar. 

  Björninn var mjög agaður í sýnum aðgerðum og vann saman sem lið, það var engin einn sem einn sem stóð sérstaklega upp úr heldur var þetta liðssigur.

  Mörk/stoðsendingar

  Úlfar Jón 2/2 

  Brynjar 2/2

  Hugi 1/0

  Elvar Snær 1/0

  Edmunds 1/0

  Falur 0/4

  Ingþór 0/1

  Andri Már 0/1

  Jón Árni 0/1

  Kristján Albert 0/1

  Áfram Björninn

  Leikur dagsins og úrslit

  Í dag mun meistaraflokkur karla (MFL KK) ferðast alla leið í Laugardal og keppa við Esju kl:19:45.

  MFL KK hefur fengið Brynjar Bergmann og Hjalta Jóhannsson til baka frá Esju, einnig hefur Ingþór Árnason gengið til liðs við okkur frá liðið í svíþjóð. Allir þrír hafa verið partur af landsliði Íslands síðustu tveggja ára og eru þeir mikil styrking fyrir MFL Bjarnarins. Annars byggjum við okkar lið uppá ungum drengjum í 2 flokk og góðri blöndu af reynslu meiri leikmönnum :) hvetjum alla að mæta á æfingu og drífa sig svo á skautasvellið í Laugardal og horfa á fyrsta leik MFL KK í vetur. Áfram Björninn

  3 Flokkur spilaði síðasta föstudag við SR í Laugardal og unnu sannfærandi sigur 2-9. Því miður höfum við bara mörk Bjarnarins en vonum að ÍHÍ og SR geti bjargað okkur um stoðsendingar og mörk SRinga.

  Björninn

  Orri Grétar Valgeirsson 4 mörk

  Kristófer Ingi Birgisson 3 mörk

  Sævar Óli Guðmundsson 1 mark

  Guðrún Sigurðardóttir 1 mark

  Áfram Björninn

  IIHF - Fréttir

  NHL Fréttir